Tag Archives: rjómi

Kjötbollur í karrý

Auðvelt er að gera bollurnar fyrirfram, geyma í frysti og taka fram þegar á þarf að halda.

500 g Svínahakk (eða td blandað hakk)
1 stk Laukur, rifinn eða fínsaxaður
3 msk Hveiti
2,5 dl Mjólk
1 stk Egg Continue reading


Ofnbakaður fiskur með rækjum

500 g fiskur
100 g rækjur
1/4 laukur, smáttsaxaður
1-2 msk ítalskt sjávaréttakrydd
2 dl vatn ásamt sítrónusafa
2 dl rjómi Continue reading


Fiskréttur Heiðars

2-3 ýsuflök
1 poki Hrísgrjón
smá gulrætur
1 paprika
smá blómkál Continue reading


Fiskréttur Maríu

2-3 flök af ýsu eða þorsk
Hrísgrjón 2-3 pokar
1 peli rjómi
2-3 msk mayones
Sítrónupipar
Karrý
Aromat
Season All

Sjóða fiskinn og hrísgrjón. Hræra saman 1 pela af rjóma og 2-3 stórum msk af mayonesi, setja örlítið af karrý og season all útí.
Hrísgrjón í botn á eldföstu móti,síðan fiskinn og svo rest af grjónum. Hella sósunni yfir og ostur fer síðast yfir.
Bakist í 20-30 mín. á 175°.


Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk

Ýsa, hveiti, karrý, paprika, blaðlaukur, sveppir, matreiðslu rjómi, soja-sósa, rifinn ostur, salt og pipar, olía til að steikja og smá smjörlíki.

aðferð:

Ýsan skorin í bita ( ekki litla ), hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka ( má vera sterkt karrýbragð ) Fiskurinn settur í pokann og allt hrist saman. Munið að hafa pokann lokaðan – hehe.

Fiskurinn síðan steiktur á pönnu, þar til hann er ljósbrúnn að utan.  Fiskinum síðan raðað í eldfast mót, ekki mjög þétt.

Grænmetið brúnað á pönnunni og svo sett yfir fiskinn í eldfasta mótinu, matreiðslurjómanum hellt yfir fiskinn og grænmetið – látinn fljóta yfir og nokkrum dropum af soja sósu hellt yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og bakið í svona 30 mínútur við 180 gráður.

Voða gott með hrísgrjónum ofl. góðgæti.