Category Archives: Ýmsir réttir

Salsa dýfa

Útbúið 23.03.2013

Útbúið 23.03.2013

Þetta er BARA gott og eins auðvelt og frekast getur orðið, og slær alltaf í gegn.

1 dós smurostur (þessi í bláu öskjunni, 400 gr)
1 krukka salsa sósa að eigin vali (ég nota milda chunky salsa)

Blandaðau þessu saman og settu í einhvers konar form…..ég notaði nú bara svona ál lasagna bakka úr Bónus ;)
Skerðu svo mjög smátt og dreifðu yfir eftirfarandi:  (magn fer eftir smekk)

Iceberg
Agúrku (skafðu kjarnann úr með skeið og slepptu honum)
Tómötum (hreinsaðu kjarnann frá)
rauðlauk
Papriku ef vill…..

Skúbbaðu þessu uppá disk og borðist með Doritos flögum eða öðru nachos snakki :)


Hörpudiskur

Útbúið 23.03.2013

 

Þessi réttur ber eflaust annað nafn sem einhverjir þekkja hann undir, en ég fékk þessa uppskrift frá Hörpu og við nefndum þetta Hörpudisk og þannig festist það á þessu heimili.  Þetta er ss kaldur brauðréttur með rækjum og camembert.

1 fínt samlokubrauð (skorpulaust)
1 lítil dós mæjónes Continue reading


Eggjakaka með spínati og kartöflum

5 egg
50 ml mjólk
2 msk kotasæla
1 laukur
3 hvítlauksrif
100 gr spínat
200 gr soðnar eða bakaðar kartöflur
½ tsk sjávarsalt
cayennepipar á hnífsoddi
1 tsk paprikuduft
malaður svartur pipar Continue reading


Nuts and bolts! Snakk !!

FRÁBÆRT SNAKK FYRIR ÖLL MÖGULEG OG ÓMÖGULEG TÆKIFÆRI.
425 GR. CHEERIOS
425 GR.HAFRAKODDAR
225 GR. JARÐHNETUR
250 GR.SALTSTANGIR,BROTNAR NIÐUR
250 GR.OSTEPOPS. Continue reading


%d bloggers like this: