4 dl volg mjólk
50 gr pressuger eða 5 tsk þurrger
7 dl hveiti
1 ½ dl heilhveiti
1 tsk salt
50 gr valhnetukjarnar í bitum
75 gr sterkur ostur, gróft rifinn
1 ½ msk matarolía
egg, mjólk eða vatn til penslunar
1. Myljið pressugerið út í mjólkina og látið standa óhreyft í 5-10 mínútur.
2. Blandið saman hveiti (takið frá 1 dl til að hnoða upp í deigið á eftir), heilhveiti, salti, valhnetum og osti.
3. Hrærið upp í gerblöndunni með sleif og hellið út í þurrefnin ásamt matarolíunni. Hrærið deigið vel með sleifinni.
4. Látið deigið hefast (tvöfaldast) í skál á hlýjum stað í eina klukkustund.
5. Hnoðið deigið, notið afganginn af hveitinu ef þörf er á. Mótið 32 jafnstórar bollur og raðið þeim í ofnskúffu þannig að þær myndi kringlótt brauð.
6. Breiðið yfir deigið og látið hefast (tvöfaldast) á hlýjum stað í hálftíma. Penslið bollurnar og bakið í miðjum ofni við 225°c í 10-15 mínútur.
Leave a Reply