Tag Archives: súkkulaði

Frönsk súkkulaðikaka a la Anna

Þessi dásemd var skilin eftir á Facebook síðu Matarbitans, bestu þakkir Anna :)

‎200 gr súkkulaði
150 gr smjör
110 gr sykur
Þetta er brætt saman

30 gr kakó hrært í
5 stífþeyttar eggjahvítur, blandað varlega saman við. Continue reading


Oreo fylltar súkkulaðibitakökur

Oreo fylltar súkkulaðibitakökur

Bakað 24. júlí 2011

225 gr mjúkt smjör
¾ bolli púðursykur (130 gr)
1 bolli sykur (200 gr)
2 stór egg
1 msk vanilludropar
3½ bollar hveiti (500 gr)
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
200 gr súkkulaðibitar
Oreo kexkökur

Sigtið þurrefnin saman í skál og setjið til hliðar.
Hrærið saman smjörinu, sykrinum og púðursykrinum þar til það er orðin kremuð og flott áferð á því.  Bætið þá við vanilludropunum, hrærið aðeins saman, og bætið svo eggjunum við og hrærið áfram.
Bætið svo hveitiblöndunni við í smá skömmtum og að lokum súkkulaðibitunum.
Búðu svo til litlar (ekki pínu) kúlur og settu undir og ofan á oreo kökuna, og klesstu þessu svo saman þar til að hún hverfur alveg inní deigið, þrýsta saman köntunum.
Setur á pappírsklædda bökunarplötu og bakar við 180°C í 12-15 mínútur (fer eftir ofni, mínar voru 15 mínútur)  Á venjulega ofnplötu set ég 9 stk, þær renna svolítið út :)
Leyfir svo að hvílast á plötunni í 5 mín eftir að þú tekur þær út, áður en þú færir þær yfir á grind og leyfir að kólna alveg.

Úr þessu var nóg deig til að “fela” 22 oreo kökur :)

Himnaríki


Trölla súkkulaðibitakökur

Risa súkkulaðibitakökur

Bakaðar 14.júlí 2011

  • 250 gr hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 170 gr smjörlíki, brætt
  • 200 gr púðursykur Continue reading

Súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökur

Bakað 13.júlí 2011

300 gr hveiti
150 gr sykur (75 gr sykur og 75 púðursykur blandað saman)
2 egg
1 tsk vanilludropar
150 gr mjúkt smjör
200 gr brytjað súkkulaði Continue reading


Myntudraumur

1 dós (400 g) rjómaostur
2 egg
8-10 msk. flórsykur
1-2 tsk. vanilludropar
200 g suðusúkkulaði
½ l rjómi
10-12 plötur After Eight eða sambærilegt piparmyntusúkkulaði
Skraut: After Eight, rjómi og/eða vanilluís Continue reading


%d bloggers like this: