Tilgangur Matarbitans :)

Ég er mikil áhugamanneskja um að svelta hvorki mig né börnin mín, en er ekki sú hugmyndaríkasta í eldhúsinu.  Af þeim sökum hef ég safnað saman alls konar uppskriftum sem mér finnst girnilegar, þannig að þegar andinn hellist yfir mig get ég bara flett upp einhverju gúmmelaði :)

Stefnan er að hafa þetta sem auðveldast þannig að svona jólasveinar eins og ég sem erum engir snillingar í eldhúsinu (lesist: elda því ég neyðist til þess barnanna vegna) getum gert góða og einfalda rétti án þess að snúa eldhúsinu gjörsamlega á hvolf :D

Ég tek það fram að ég er EKKI höfundur uppskriftanna, þetta er einfaldega það sem ég hef safnað að mér, mestmegnis af netinu.
Ég reyni eftir fremst megni að geta heimilda uppskriftanna,  en það hefur ekki alltaf verið til staðar.
Ef þú sérð uppskrift sem ætti ekki að vera hérna, eða veist hvaðan kemur, sendu mér þá póst og ég laga það :)

Bestu kveðjur
Matarbitinn


%d bloggers like this: