Monthly Archives: September 2013

Klettasalat með reyktum laxi

salat

Búið til 10-9-13

 • Klettasalat (rucola)
 • Brokkolí (upphaflega uppskriftin segir sellerí en mér finnst það svoooooo vont)
 • ½ grænt epli, kjarnað, flysjað og skorið í litla bita
 • valhnetur (uþb 2 msk)
 • Reyktur lax (ég var með um 100 gr)
 • Vínberjadressing  (smelltu til að sjá þá uppskrift)
 • Jarðaber ef vill
 1. Settu klettasalat á disk
 2. Dreifðu ofan á salatið restinni af innihaldinu
 3. Settu dressingu yfir og borðaðu með góðri lyst :)

Uppskriftinni var fundin og stílfært héðan


Vínberja dressing

vinberjadressing

Búið til 10-9-13

 

 • uþb 250 gr græn, steinlaus vínber
 • 2 msk hvítvínsedik
 • 2 tsk ólífu olía
 • 1 tsk dijon sinnep
 • salt & pipar eftir smekk

 

Setjið allt í blandara og maukið þar til allt er orðið slétt og fínt :)
Ofsalega góð dressing á alls konar salat :)


Súkkulaði bananabitar með hnetusmjöri

Útbúið 7-9-13

Útbúið 7-9-13

Þetta er ekkert smá gott !  Mjög auðvelt og hægt að borða án samviskubits ;)

Innihald:
Bananar
Hnetusmjör / möndlusmjör
Suðusúkkulaði Continue reading


Æðisleg gulrótarsúpa

Gulrótarsúpa

Útbúin 7-9-13

 

 • ca 500 gr gulrætur (skornar í bita)
 • 1 laukur (skorinn í bita)
 • 3-4 cm engiferrót (afhýdd og rifin)
 • 2 hvítlauksrif (skorin smátt)
 • Kjúklinga/grænmetissoð (ég setti 3 kjúklingateninga+2 grænmetisteninga í 1 líter af vatni)
 • ca 1 dl appelsínusafi
 • salt & pipar
 • 1 rauður chilli pipar
 • sýrður rjómi ef vill Continue reading

%d bloggers like this: