Tag Archives: blaðlaukur

Fylltar svínakótelettur

4 stórar, þykkar svínakótelettur
1 dl saxaðar blandaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, graslaukur og salvía)
1 blaðlaukur, saxaður
Salt og grófmalaður svartur pipar

Skerið vasa í kóteletturnar næstum inn að beini og fyllið með kryddjurtunum og blaðlauknum.

Kryddið vel með salti og pipar og steikið  kóteletturnar í olíu eða smjöri á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. 

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflubátum og salati ásamt góðri sósu.  Einnig er gott að sjóða hrísgrjón og blanda einu söxuðu epli út í ásamt einum söxuðum blaðlauk.


Ofnbakaður saltfiskur með beikon

800 g saltfiskur
2 cm engiferrót
1 stk. blaðlaukur
100 g íslenskur cheddar-ostur
12 sneiðar beikon (stökksteikt)
40 g smjör
40 g hveiti
300 ml mjólk Continue reading


Beikon-kartöflusalat

  • 3 stórar bökunarkartöflur
  • 1 pakki beikon
  • ½ blaðlaukur
  • 2 msk. kapers
  • ½ búnt dill Continue reading

Rækjupasta

Fyrir 6-8 manns.

1 dl majones eða sýrður rjómi
1/2 dl ólífuolía
3 msk sítrónusafi
1-2 tsk karrý
1 stórt hvítlauksrif
1 tsk hunang
½ tsk salt Continue reading


Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk

Ýsa, hveiti, karrý, paprika, blaðlaukur, sveppir, matreiðslu rjómi, soja-sósa, rifinn ostur, salt og pipar, olía til að steikja og smá smjörlíki.

aðferð:

Ýsan skorin í bita ( ekki litla ), hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka ( má vera sterkt karrýbragð ) Fiskurinn settur í pokann og allt hrist saman. Munið að hafa pokann lokaðan – hehe.

Fiskurinn síðan steiktur á pönnu, þar til hann er ljósbrúnn að utan.  Fiskinum síðan raðað í eldfast mót, ekki mjög þétt.

Grænmetið brúnað á pönnunni og svo sett yfir fiskinn í eldfasta mótinu, matreiðslurjómanum hellt yfir fiskinn og grænmetið – látinn fljóta yfir og nokkrum dropum af soja sósu hellt yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og bakið í svona 30 mínútur við 180 gráður.

Voða gott með hrísgrjónum ofl. góðgæti.


%d bloggers like this: