Tag Archives: rifinn ostur

Bragðgóður snakkréttur

  • Eldfast mót
  • Dorritos snakk – þá tegund sem þér finnst best
  • Gúrku
  • Tómat
  • Rauðlauk
  • 2 – 3  skeiðar rjómaost
  • 1- 2 skeiðar Salsa sósu
  • Rifinn ost

1. Settu snakkið í eldfast mót og skerðu niður gúrkur, tómata og lauk í smáa bita og dreifðu því svo yfir snakkið.
2. Settu rjómaost og salsa sósu í pott og bræddu saman. Helltu svo sósunni yfir snakkið og grænmetið.
3. Stráðu rifnum osti yfir. Settu snakk réttinn í ofninn á 180 gráður, þangað til osturinn er bráðnaður.

Gúrkuna má líka setja eftir á í réttinn.

Þessi snakkréttur passar mjög vel með mexikóskum mat, einnig er hann mjög góður einn og sér !!



Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk

Ýsa, hveiti, karrý, paprika, blaðlaukur, sveppir, matreiðslu rjómi, soja-sósa, rifinn ostur, salt og pipar, olía til að steikja og smá smjörlíki.

aðferð:

Ýsan skorin í bita ( ekki litla ), hveiti, karrý, salt og pipar sett í plastpoka ( má vera sterkt karrýbragð ) Fiskurinn settur í pokann og allt hrist saman. Munið að hafa pokann lokaðan – hehe.

Fiskurinn síðan steiktur á pönnu, þar til hann er ljósbrúnn að utan.  Fiskinum síðan raðað í eldfast mót, ekki mjög þétt.

Grænmetið brúnað á pönnunni og svo sett yfir fiskinn í eldfasta mótinu, matreiðslurjómanum hellt yfir fiskinn og grænmetið – látinn fljóta yfir og nokkrum dropum af soja sósu hellt yfir. Setjið svo rifinn ost yfir og bakið í svona 30 mínútur við 180 gráður.

Voða gott með hrísgrjónum ofl. góðgæti.


Forsetafiskur

3 græn epli
1 græn paprika
6-7 sneiðar beikon
Smjör
Ýsuflak
Hveiti Continue reading


Makkarónuhakkpottréttur

Þessi einfaldi réttur hefur slegið í gegn á mínu heimili……sérstaklega hjá börnunum :)

Innihaldið er eftirfarandi:

  • ca ½ kg hakk
  • makkarónur
  • pepperoni
  • Hunt’s Spaghetti sósa (þetta er stór dós)
  • Mozarella rifinn ostur (eða Gratín, bara hver hentar þér) Continue reading

%d bloggers like this: