Category Archives: Sósur

Vínberja dressing

vinberjadressing

Búið til 10-9-13

 

  • uþb 250 gr græn, steinlaus vínber
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 2 tsk ólífu olía
  • 1 tsk dijon sinnep
  • salt & pipar eftir smekk

 

Setjið allt í blandara og maukið þar til allt er orðið slétt og fínt :)
Ofsalega góð dressing á alls konar salat :)


Gúrkusósa Gugga

1 gúrka (rifin með rifjárni og sett í sigti svo safinn leiki af)
1 dós grísk jógúrt
3 hvítlauksgeirar (pressaðir í hvítlaukspressu)
svartur pipar úr kvörn, eftir smekk
sjávarsalt eftir smekk

Continue reading


Mangósósa

Æðisleg sósa sem hæfir vel með hvers kyns kjöti og kjúkling.

3 msk. grísk jógúrt (eða sýrður rjómi)
2-3 msk. mangó chutney
1-2 tsk. fersk engiferrót, rifin
salt og pipar

Öllu blandað saman og saltað og piprað að smekk.


Hnetusósa

2dl jarðhnetur
1/2 lítill laukur
1 hvítlauksrif
1 tsk karrý
2 dl kókosmjólk
1/2 tsk sambal oelek eða
1/2 tsk chilipipar Continue reading


Lax með camenbert osti

2 laxaflök með roði
1 camenbert ostur
klípa af smjöri
salt og pipar

Laxinn er beinhreinsaður og skorinn í bita.  Raufar skornar í laxinn og camenbert í sneiðum settur þar í.  Smjör brætt og salti og pipar bætt saman við.  Þessu er hellt yfir laxasneiðarnar sem síðan eru bakaðar í 200°C heitum ofni í álpappírshreiðri í 7 mín.

Frábært meðlæti:
Serrísósa og Brokkolísalat (það er varla til betra salat en þetta!)


Serrísósa

2 dl sérrí
1 teningur fiskikraftur
1 dós sýrður rjómi
½-1 tsk dill, ferskt eða þurrkað

Sérrí og fiskiteningurinn er soðið saman í 5-10 mínútur.  Sýrðum rjóma og dilli bætt saman við.


Íssósa/karamella

3 góðir bollar dökkur púðursykur
200 gr smjörlíki
1 góður bolli ekta breskt síróp ( þetta í grænu dósunum…golden eitthvað.. )
þetta er brætt saman í potti og látið malla í svona 5 – 10 mín.
Þá er hellt saman við þetta 1/4 ltr. af rjóma og látið malla áfram í svona 10 – 15 mín.

Þá er þetta orðin mest djúsí sósa ever…svo þegar hún kólnar…karamellur…nammi.