Category Archives: Súpur og grautar

Æðisleg gulrótarsúpa

Gulrótarsúpa

Útbúin 7-9-13

 

  • ca 500 gr gulrætur (skornar í bita)
  • 1 laukur (skorinn í bita)
  • 3-4 cm engiferrót (afhýdd og rifin)
  • 2 hvítlauksrif (skorin smátt)
  • Kjúklinga/grænmetissoð (ég setti 3 kjúklingateninga+2 grænmetisteninga í 1 líter af vatni)
  • ca 1 dl appelsínusafi
  • salt & pipar
  • 1 rauður chilli pipar
  • sýrður rjómi ef vill Continue reading

Humarsúpa að hætta meistarans

500 g humar í skel
3 stk fiskiteningar
3 stk meðalstórar gulrætur
2 stk hvítlauksrif
2 l vatn
1 stk laukur Continue reading


Bláberjagrautur

1 l hreinsuð bláber
1 l vatn
2-3 msk sykur
50 g kartöflumjöl

1 dl vatn

Berin eru þvegin og soðin í vatninu. Þegar berin eru orðin meyr, er sykur látinn í og jafnað með kartöflumjöli hrærðu út í köldu vatni. Hellt í skál og sykri stráð á.


Hunangsmelónu- og bláberjasúpa Frú Stalín

1 hunangsmelóna
1 box bláber
6 hafrakexkökur

1. Skerðu melónuna í tvennt og hreinsaðu innan úr henni. Taktu svo allt aldinið úr með skeið og settu í matvinnsluvél og maukaðu þar til það er orðið að stöppu. Settu maukið þá í stóra skál og hrærðu bláberjunum saman við. Kældu vel.
2. Áður en súpan er borin fram, skal setja hana í skálar og mylja hafrakex yfir hverja skál.


Stikilsberja grautur

1 kg stikilsber
½ ltr vatn
250 g sykur
30 g kartöflumjöl

Berin eru þvegin úr köldu vatni og soðin meyr í vatninu með sykrinum og pressuð gegnum gatasigti. Suðan látin koma upp og grauturinn jafnaður með kartöflumjölsjafningi. Grautinn má eins búa til úr niðursoðnum stikilsberjum og einnig má hafa berin heil í grautnum.


%d bloggers like this: