Æðisleg gulrótarsúpa

Gulrótarsúpa

Útbúin 7-9-13

 

  • ca 500 gr gulrætur (skornar í bita)
  • 1 laukur (skorinn í bita)
  • 3-4 cm engiferrót (afhýdd og rifin)
  • 2 hvítlauksrif (skorin smátt)
  • Kjúklinga/grænmetissoð (ég setti 3 kjúklingateninga+2 grænmetisteninga í 1 líter af vatni)
  • ca 1 dl appelsínusafi
  • salt & pipar
  • 1 rauður chilli pipar
  • sýrður rjómi ef vill

Útbúðu soðið í einum potti og settu til hliðar.  Steiktu svo engifer og hvítlauk í öðrum potti í smá olíu, bættu svo gulrótunum og lauknum útí og svitar aðeins.  Helltu útí þetta soðinu og settu chilli piparinn heilann útí !  Hann gefur rosa gott bragð en er svo tekinn úr eftir suðu, salta og pipra smá, og láta þetta malla í 30-40 mínútur (þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar og auðvelt að mauka þær)
MUNA AÐ TAKA CHILLI PIPARINN ÚR ÁÐUR EN ÞÚ MAUKAR !  Taktu af hellunni, maukaðu með töfrasprota eða settu í matvinnsluvél og maukaðu, settu svo appelsínusafann útí, hitaðu saman og borðaðu með góðri lyst :)
Gott að setja smá skvettu af sýrðum rjóma út í :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: