Monthly Archives: July 2011

Kjúklingabaka


Kjúklingabaka

Eldað 31. júlí 2011

Þetta er pínu óformleg uppskrift og verður hver og einn að gera eins og hann vill, en þetta er amk smá grind til að styðjast við.
Það sem ég notaði er eftirfarandi:

1 Bökudeig (smelltu á það til að fara sjá þá uppskrift, ég veit ekki hvað þetta er á íslensku eða hvort það fæst tilbúið, en þetta er ekki það sama og smjördeig amk) (ef þú veist hvort hægt sé að fá þetta tilbúið, endilega sendu mér skilaboð eða skildu eftir komment)
1-2 kjúklingar (ég keypti 2 tilbúna steikta kjúlla í Nettó, bein- og skinnhreinsaði og skar í litla bita)
4-5 vorlaukar
smá bútur af blaðlauk (jamm, mér finnst laukur góður) Continue reading


Bökudeig (Shortcrust pastry)

1½ bolli hveiti
Smá salt, pínu klípa ;)
125 gr smjör, skorið í litla bita
1 eggjarauða
smá vatn (uþb 3 msk) Continue reading


Karamellu klessukaka

Karamellu klessukaka

Bakað 28. júlí 2011

200 gr smjör, skorið í litla bita
200 gr hvítt súkkulaði
200 gr púðursykur
1 msk síróp Continue reading


Mars súkkulaði kornflakes nammi

Mars nammi

Mallað 28. júlí 2011

ca 200 gr mars súkkulaði (ég keypti stóra pakkningu í Bónus sem inniheldur 7*45 gr stykki og notaði 5 svoleiðis)
50 gr ósaltað smjör
Um 100 gr kornflakes.

Bræddu smjörið á mjög lágum hita.  Skerðu marsið í litla bita og bættu því útí pottinn og bræddu þetta vel saman, hrærir í öðru hvoru.  Blandan á að vera lin en ekki fljótandi…..hún verður að vera það lin að hún þekji kornflögurnar.  Ef blandan er of þykk þá bara bætirðu smá smjöri saman við til að þynna hana.
Þegar þú ert búin að bræða þetta vel saman þá bætirðu korflögunum útí og hrærir varlega í til að mölva þær ekki :)
Hrærir bara til að þekja flögurnar
Svo er spurning um að hafa snör handtök (því blandan storknar) og skeiða þetta í muffins form eða litla hóla á bökunarpappír og setja svo í kæli í ca hálftíma.

Þetta er HRIKALEGA gott !!


Piparbuff

800 gr nautahakk,hrært með 2 eggjarauðum og 2 dl rjóma. Mótið buff og steikið.

Græn piparsósa.
2 litlir perlulaukar brúnaðir á pönnu, 4 dl hvítvín (ekki sætt) og 4 dl soð blandað saman við ásamt smá smjöri,soðið niður í ca 10 mín. Rjóma bætt saman við og soðið þar til þykknar,3-4 græn piparkorn ,2 tsk franskt sinnep,nokkrir tabasco dropar til bragðbætis.


%d bloggers like this: