Karamellu klessukaka

Karamellu klessukaka

Bakað 28. júlí 2011

200 gr smjör, skorið í litla bita
200 gr hvítt súkkulaði
200 gr púðursykur
1 msk síróp
2 tsk vanilludropar
2 egg, við stofuhita
2 bollar (300 gr) hveiti
2 tsk kyftiduft
Flórsykur (ef vill)

Sigtaðu saman hveitið og lyftiduftið í skál og settu til hliðar.
Settu saman í pott smjörið, súkkulaðið, púðursykurinn, sírópið og vanilludropana og bræddu saman við lágan hita þar til allt hefur samlagast og er orðið mjúkt.  Það tók pínu tíma, smjörið var eitthvað að þrjóskast :)
Taktu svo af hitanum og settu til hliðar í 20-30 mínútur og leyfðu því að kólna.
Eftir þann tíma hrærirðu aðeins upp í því og setur svo eggin útí, 1 í einu og hrærir vel saman á milli.
Sigtar svo hveitið útí þetta og blandar vel saman……og gerir það kannski varlegar en ég gerði því það frussaðist hveiti útum allt hjá mér hahaha :)
Þarna áttu að vera komin með þykka og fallega karamellubrúna blöndu…..en ekki það þykka að þú getur skorið hana, hún á að renna pínu til.
Settu bökunarpappír í botninn á smelluformi og settu deigið í það, og inní 160°C forhitaðan ofn í 50-60 mínútur.
Settu disk ofan á formið og snúðu forminu við, með botninn á disknum……duftar yfir flórsykur ef vill og berð fram.

Ég hefði þurft að hafa hana lengur í ofninum, hún féll þegar ég tók hana út (skellti henni á bekkinn) og er of lin í miðjunni en bragðast samt dásamlega, þetta er jú einu sinni klessukaka :)  Ps…..hún þéttist aðeins þegar hún fær að kólna…..pínu græðgi í mér sennilegast að vera varla búin að loka ofninum þegar sneiðin var komin á diskinn ;)

Omm nomm nommm


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: