Hakkhleifur í ofni

400 gr nautakjötshakk
1 stór laukur
1 tsk salt
½ tsk paprikuduft
½ tsk Season All
svartur pipar e.smekk

Deig
4 egg
1 lítil dós jógúrt, hrein
1 dl mjólk
12 msk hveiti
2 tsk lyftiduft
5 msk olía

Leiðbeiningar

Hakkið brúnað í olíu á pönnu ásamt lauknum. Kryddað eftir smekk.

Eggin eru eru þeytt vel saman ásamt jógúrt, mjólk og olíu. Hveiti og lyftidufti hrært saman þangað til blandan verður jöfn.

Að síðustu er svo hakkinu bætt út í og hrært vel.

Blöndunni er hellt í litla ofnskúffu eða eldfast mót (30×25 cm). Rétturinn settur í kaldan ofninn og hann stilltur á 200° hita. Bakað í ca 30 mín. eða þar til rétturinn er gullinbrúnn á að líta. Þá er slökkt á ofninum og látið bíða í 10 með lokaða ofnhurðina.

Borið fram með grænu salati.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: