Botnar:
1 ½ bolli sykur
3 egg
1 ½ bolli döðlur, brytjaðar
1 ½ bolli kókosmjöl
1 ½ bolli Siríus suðusúkkulaði (konsum) brytjað
5 msk hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
3 msk vatn eða góður kaffilíkjör
1 tsk vanilludropar
Þeytið eggin og sykurinn vel saman, þar til það er létt og ljóst. Bætið vanilludropunum út í. Brytjið döðlurnar og súkkulaðið og blandið því ásamt þurrefnunum út í eggjablönduna, ásamt vatninu eða kaffilíkjörnum. Hrærið varlega saman.
Bakið í tveim lausbotna formum við 175° í 25 – 30 mín.
Krem:
3 eggjarauður
50 gr. Flórsykur
50 gr. Smjör
100 gr. Siríus suðusúkkulaði, brætt.
Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bræðið smjörið og súkkulaðið í potti við vægan hita, kælið lítið eitt og setjið út í eggjahræruna.
Fylling:
2 pelar rjómi, þeyttur
Skraut:
1 pakki Ópal appelsínuhnappar eða kattartungur frá Nóa Siríus.
Setjið kökuna saman með þeyttum rjómanum og smyrjið kreminu yfir kökuna og skreytið með afganginum af rjómanum og Ópal appelsínuhnöppunum.
Leave a Reply