5-600 g fiskur (hvaða tegund sem er)
100-150 g rækjur
½ msk. ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
1 paprika (hvaða lit sem er), kjarnhreinsuð og skorin smátt
2-3 gulrætur, smátt skornar
2-3 hvítlauksrif, marin
1 dós niðursoðnir tómatar
8 dl mjólk
2 dl matreiðslurjómi
(1 ½ dl hvítvín)
2 fiskiteningar
1 tsk. timjan
½ dl fersk steinselja, smátt söxuð
salt og grófmalaður pipar
Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíunni í potti við vægan hita. Bætið gulrótunum og paprikunni saman við og síðan tómötunum. Látið malla í nokkrar mínútur. Bætið mjólkinni útí og fiskiteningunum. Kryddið með timjan, salti og pipar og bætið síðan matreiðslurjómanum út í. Ef þið viljið nota hvítvín í súpuna þá minnkið annan vökva, mjólk eða matreiðslurjóma sem því nemur, td. um 1 og ½ dl. Hvítvíninu er þá bætt út í um leið og matreiðslurjómanum. Bætið loks fiskinum og rækjunum út í súpuna og látið rétt hitna í gegn áður en súpan er borin fram.
Uppskriftin er sótt á Pjattrófurnar
Leave a Reply