Brauð-mjög gott og auðvelt

Brauð

Bakað 9.júlí 2011

600 gr hveiti
7 gr þurrger
1 tsk púðursykur
2 tsk salt
ca 50 gr brætt smjör
ca 400 ml volgt vatn

Setur þurrefnin í skál, hrærir aðeins í þeim til að blanda saman.  Setur smjörið útí og síðan vatn eftir þörfum.  Þegar deigið sleppti hliðunum á hrærivélaskálinni hætti ég að bæta í vatni.  Hnoðar þetta í nokkrar mínútur í skálinni.
Mótar í aflangt brauð eða setur í aflangt form og lætur hefast á heitum stað í ca klukkutíma, eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
Ekki hrökkva við ef það er vel bólgið uppúr formi, það á að vera þannig :)
Setur í 200°C heitan ofn og bakar í 30 mínútur (ég notaði ekki blástur)
Hrikalega gott með grænu pestó og tómötum :)

Uppskrift íslenskuð af Matarbitanum og sótt á Olivias Kitchen


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: