270 gr púðursykur eða hrásykur
180 gr smjörlíki – brætt
2-3 egg
300 gr hveiti eða spelthveiti
150 gr haframjöl
1 tsk lyftiduft
10 gr kanill
150 gr rúsínur eða döðlur
Smjör + púðursykur þeytt saman, eggjunum síðan bætt við einu í einu og að lokum þurrefnunum.
Sett með skeið á pappírsklædda bökunarplötu og bakað í 16 mín við 170°C.
(Klattarnir sem eru á myndinni hefðu þurft meiri vökva miðað við að eiga að fara með skeið á plötu, ég notaði 2 egg. Þetta var það þykkt að ég mótaði kúlur sem ég þrýsti niður og þær runnu ekki mikið út…..en bragðgóðar voru þær, ójá)
Uppskrift fengin hjá Oddný Svönu :)
Leave a Reply