Tag Archives: rjómaostur

Salsa dýfa

Útbúið 23.03.2013

Útbúið 23.03.2013

Þetta er BARA gott og eins auðvelt og frekast getur orðið, og slær alltaf í gegn.

1 dós smurostur (þessi í bláu öskjunni, 400 gr)
1 krukka salsa sósa að eigin vali (ég nota milda chunky salsa)

Blandaðau þessu saman og settu í einhvers konar form…..ég notaði nú bara svona ál lasagna bakka úr Bónus ;)
Skerðu svo mjög smátt og dreifðu yfir eftirfarandi:  (magn fer eftir smekk)

Iceberg
Agúrku (skafðu kjarnann úr með skeið og slepptu honum)
Tómötum (hreinsaðu kjarnann frá)
rauðlauk
Papriku ef vill…..

Skúbbaðu þessu uppá disk og borðist með Doritos flögum eða öðru nachos snakki :)


Svínalundir með sveskjum

800 gr svínalundir
ca 4 msk rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
ca 16 sveskjur (mjúkar og steinlausar)
salt og pipar
olía til að steikja úr
2 dl svínakjötskraftur úr teningi
1 dl rjómi
ögn af sósulit  Continue reading


Cinnabon snúðar Sögu frænku

Snúðarnir hennar Sögu :)

235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur Continue reading


Gulrótarkaka

2 egg
2 dl. sykur
2 dl. hveiti
1 tesk. matarsódi
1 tesk. kanill
1 tesk. lyftiduft
1 dl. matarolía
3 stórar gulrætur, rifnar

Bakað í springformi við 175° í ca 30 mínútur

Krem:
200 gr. rjómaostur
30 gr. smjör
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilludropar
Brætt saman, síðan þeytt kröftuglega þar til kremið þykknar. Borið á kökuna þegar hún er orðin köld.


Kryddbrauð með fetaosti

450 g hveiti
½ msk salt
30 g sykur
12 g ger
2 msk blandaðar kryddjurtir
230 g rjómaostur
1 stk egg
200 ml mjólk
½ búnt timjan (garðablóðberg)
½ dós fetaostur í kryddlegi Continue reading


%d bloggers like this: