Cinnabon snúðar Sögu frænku

Snúðarnir hennar Sögu :)

235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana

220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör

Kremið

85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt

 

Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum.

Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo. Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.

Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)

Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)

Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi)

Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel.

Uppskrift og mynd birt með góðfúslegu leyfi Sögu frænku :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: