Category Archives: sem meðlæti með máltíð

Lax með camenbert osti

2 laxaflök með roði
1 camenbert ostur
klípa af smjöri
salt og pipar

Laxinn er beinhreinsaður og skorinn í bita.  Raufar skornar í laxinn og camenbert í sneiðum settur þar í.  Smjör brætt og salti og pipar bætt saman við.  Þessu er hellt yfir laxasneiðarnar sem síðan eru bakaðar í 200°C heitum ofni í álpappírshreiðri í 7 mín.

Frábært meðlæti:
Serrísósa og Brokkolísalat (það er varla til betra salat en þetta!)


Brokkolísalat

2 hausar brokkólí
1 og ½ dl. Hellemans-léttmajónes
1 rauðlaukur
3/4 tsk sykur
1 og ½ dl rúsínur
3 tsk rauðvínsedik
1 og ½ dl sólkjarnafræ eða furuhnetur
u.þ.b. 300 gr beikon.

Brokkólíið er saxað og stilkarnir fjarlægðir.  Öllu nema beikoni er blandað saman í skál.  Sósan sett saman við.
Áður en þetta er borið fram er beikonið sneitt smátt, steikt og blandað útí salatið.


Spínatsalat með bláberjum og ristuðum pecanhnetum

1 dl pecanhnetur
2 msk brætt smjör
2 1/2 dl fersk bláber
400 g spínat
1 1/4 dl jómfrúarólífuolía
3 msk balsamedik Continue reading


%d bloggers like this: