Category Archives: Meðlæti

Sítrónusmjör

  • 1 dl sítrónusafi
  • 1 skalottlaukur
  • 100 g smjör
  • Salt og pipar

Aðferð:
Fínsaxið skalottlaukinn og mýkið í smjörinu í potti. Þeytið sítrónusafann saman við og smakkið til með salti og pipar.


Grænmeti í ofni

Kvöldmatur 14-7-11

Mallað 14.júlí 2011

1 stór sæt kartafla (eða 2-3 minni)
hvítar kartöflur (ef vill)
2 laukar
2 stórir pipar-belgir
3 hvítlauksrif (fleiri ef vill)
Blómkál
broccoli.
4-5 gulrætur
½ sellerírót
Rauðlaukur

Skerið niður í frekar litla bita og setjið í ofnfast mót. Kryddið með Maldon-salti og svörtum pipar eftir smekk. Hellið vænu dassi af góðri ólífuolíu yfir.

Setjið inn í 220 °C heitan ofn í 40-50 mín. Hrærið í af og til og hellið meiri ólífuolíu yfir ef þarf.

Gott með hvers kyns kjöti,sérstaklega kjúklingi.


Hvítlaukskartöflur

hvítlaukskartöflur

Kartöflur, hvítar eða rauðar, með hýðinu á.
Ólífuolía
Hvítlaukur, 4-5 rif
Klettasalt
Continue reading


Rjómalagaðar kartöflur með beikon

10-12 góðar kartöflur
1 stór laukur
2-3 hvítlauksrif
8-10 beikonsneiðar
matreiðslurjómi (ég notaði ½ líter en bætti við pela af rjóma með)
krydd eftir smekk Continue reading


Kremaðir sveppir

1 msk smjör
150 g villisveppir (eða kastaníusveppir ef vill)
150 g venjul. sveppir
2 skalottulaukar (eða hálfur hvítur laukur)
1 hvítlauksrif
1 dl rjómi
Salt
Pipar

Skerið sveppina í litla bita og saxið laukana smátt. Steikið á pönnu. Hellið rjómanum út á og sjóðið niður um helming. Saltið og piprið eftir smekk.

Þetta er svakalega gott með hátíðarsteik!


%d bloggers like this: