Kartöflur, hvítar eða rauðar, með hýðinu á.
Ólífuolía
Hvítlaukur, 4-5 rif
Klettasalt
Forhitaðu ofninn í 200°C.
Lemdu ofan á hvítlaukinn, með hýðinu á, þannig að hann merjist aðeins og settu hann svo í ofnskúffuna.
Skerðu kartöflurnar í jafna, munnstóra bita, og settu þær í ofnskúffuna.
Dreypa olíunni yfir, inní ofn í 30-40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru brúnar og fínar :)
Strá salti yfir og verði ykkur að góðu :)
Uppskrift íslenskuð af Matarbitanum og sótt á Olivias Kitchen
Leave a Reply