Miðjarðarhafsbrauðhleifur

Miðjarðarhafsbrauð3-4 vorlaukar, sneiddir
1 hvítlauksrif, sneitt eða maukað
Klípa af smjöri
1 msk ólífuolía
150 gr feta/geita/cheddar ostur……ef þú getur blandað þeim væri það frábært, annars bara hver sá sem þú vilt
50 gr parmesan ostur
100 gr ólífur/sólþurrkaðir tómatar, gróflega saxað
175 gr hveiti
smá salt (klettasalt langbest)
smá ceyenne pipar
1 stórt egg
2 msk mjólk (ef þarf)
1 msk pestó (ef vill)
1 rauður chilli(ef vill, þá mýkt með lauknum á pönnunni)

Bræðir smjörið á pönnu og setur olíuna saman við.  Setur vorlaukinn og hvítlaukinn útá og lætur mýkjast við lágan hita í 2-3 mínútur.  Leyfir að kólna aðeins á pönnunni í feitinni.
Blandaðu öllu hinu saman í skál (geymdu samt 1 msk af parmesan) og hrærðu saman með gaffli.  Bættu svo lauknum við af pönnunni og smjörolíunni líka.  Blandaðu öllu vel saman.  Ef þetta er hrikalega blautt geturðu bætt við smá hveiti.
Mótaðu td hringlaga brauð, um 2 cm á þykkt, og settu á létt smurða plötu. (Verður að hafa blandað það vel saman að þetta molni ekki í sundur, en ekki hnoða það)  Dreifðu smá klettasalti yfir og parmesan ostinn sem þú settir til hliðar áðan.
Bakað við 180°C í 20 mínútur.  Tekið út og leyft að kólna aðeins :)
Mjög gott með súpu td :)

Uppskrift íslenskuð af Matarbitanum og sótt á Olivias Kitchen


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: