1 tepoki
3 dl. sjóðandi vatn
300 gr. rúsínur (eða blandaðir þurkaðir ávextir, smátt skornir)
2 egg
150 gr. púðursykur
225 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
Hellið vatninu yfir tepokann og látið standa í 5 mínur. Takið tepokann úr, hellið teinu yfir rúsínurnar og látið standa í nokkra klukkutíma eða yfir nótt.
Hrærið púðursykrinum og eggjunum vel saman við rúsínurnar (hellið tevatninu af þeim) og blandið svo hveitinu, lyftiduftinu og kanilnum saman við.
Hellið deiginu í smurt form og bakið við 180° í 1 ½ klukkustund eða þar til brauðið er bakað. (athugið með prjóni hvort það er full bakað) Kælið í forminu í 10 mínútur áður en það er tekið úr.
Leave a Reply