1 marið hvítlauksrif
½ rauðlaukur eða venjulegur (ég vil rauðlaukinn)
½ paprika (ég notaði orange því hún var til)
nokkrir sveppir
soðið brokkolí (ég notaði mjög lítinn haus)
soðin hýðisgrjón (ég setti 50 gr í pott)
rækjur (ég notaði 150 gr af frosnum rækjum) Continue reading
Tag Archives: rauðlaukur
Rækjugott
Salsa dýfa
Þetta er BARA gott og eins auðvelt og frekast getur orðið, og slær alltaf í gegn.
1 dós smurostur (þessi í bláu öskjunni, 400 gr)
1 krukka salsa sósa að eigin vali (ég nota milda chunky salsa)
Blandaðau þessu saman og settu í einhvers konar form…..ég notaði nú bara svona ál lasagna bakka úr Bónus ;)
Skerðu svo mjög smátt og dreifðu yfir eftirfarandi: (magn fer eftir smekk)
Iceberg
Agúrku (skafðu kjarnann úr með skeið og slepptu honum)
Tómötum (hreinsaðu kjarnann frá)
rauðlauk
Papriku ef vill…..
Skúbbaðu þessu uppá disk og borðist með Doritos flögum eða öðru nachos snakki :)
Túnfisk klattar
Grunninn af þessari uppskrift fékk ég á síðunni hennar Ellu Helgu, breytti henni aðeins samt í stíl við það sem var til í mínum ísskáp :)
1 dós túnfiskur í vatni
150 gr sætar kartöflur
2 kramin hvítlauksrif
ca ½ smátt skorinn rauðlaukur
1 heilt egg + 1 eggjahvíta Continue reading
Bragðgóður snakkréttur
- Eldfast mót
- Dorritos snakk – þá tegund sem þér finnst best
- Gúrku
- Tómat
- Rauðlauk
- 2 – 3 skeiðar rjómaost
- 1- 2 skeiðar Salsa sósu
- Rifinn ost
1. Settu snakkið í eldfast mót og skerðu niður gúrkur, tómata og lauk í smáa bita og dreifðu því svo yfir snakkið.
2. Settu rjómaost og salsa sósu í pott og bræddu saman. Helltu svo sósunni yfir snakkið og grænmetið.
3. Stráðu rifnum osti yfir. Settu snakk réttinn í ofninn á 180 gráður, þangað til osturinn er bráðnaður.
Gúrkuna má líka setja eftir á í réttinn.
Þessi snakkréttur passar mjög vel með mexikóskum mat, einnig er hann mjög góður einn og sér !!
Pepperónirúllubrauð
- 1 rúllutertubrauð
- 1 dós sýrður rjómi
- 2 msk. létt majones
- 100 g pepperoní, skorið í bita
- 1 rauðlaukur, smátt saxaður Continue reading