Tag Archives: rauðlaukur

Grænmeti í ofni

Kvöldmatur 14-7-11

Mallað 14.júlí 2011

1 stór sæt kartafla (eða 2-3 minni)
hvítar kartöflur (ef vill)
2 laukar
2 stórir pipar-belgir
3 hvítlauksrif (fleiri ef vill)
Blómkál
broccoli.
4-5 gulrætur
½ sellerírót
Rauðlaukur

Skerið niður í frekar litla bita og setjið í ofnfast mót. Kryddið með Maldon-salti og svörtum pipar eftir smekk. Hellið vænu dassi af góðri ólífuolíu yfir.

Setjið inn í 220 °C heitan ofn í 40-50 mín. Hrærið í af og til og hellið meiri ólífuolíu yfir ef þarf.

Gott með hvers kyns kjöti,sérstaklega kjúklingi.


Fiskréttur Heiðars

2-3 ýsuflök
1 poki Hrísgrjón
smá gulrætur
1 paprika
smá blómkál Continue reading


Brokkolísalat

2 hausar brokkólí
1 og ½ dl. Hellemans-léttmajónes
1 rauðlaukur
3/4 tsk sykur
1 og ½ dl rúsínur
3 tsk rauðvínsedik
1 og ½ dl sólkjarnafræ eða furuhnetur
u.þ.b. 300 gr beikon.

Brokkólíið er saxað og stilkarnir fjarlægðir.  Öllu nema beikoni er blandað saman í skál.  Sósan sett saman við.
Áður en þetta er borið fram er beikonið sneitt smátt, steikt og blandað útí salatið.


Sumarsalat með kjúklingi

  • 300 g spínat, eða annað grænt salat
  • 100-200 g eldaður kjúklingur, skorinn í bita
  • 1 rauðlaukur, sneiddur þunnt
  • 10-12 jarðarber
  • 15-20 bláber
  • 1 mangó, skrælt og niðurskorið
  • handfylli salthnetur Continue reading

Japanskt kjúklingasalat

½ bolli olía
¼ bolli balsamik edik
2 msk. sykur
2 msk. soyjasósa Lesa meira


%d bloggers like this: