Japanskt kjúklingasalat

½ bolli olía
¼ bolli balsamik edik
2 msk. sykur
2 msk. soyjasósa
sjóða saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar. Þessu er dreift yfir salatið þegar það er tilbúið til framreiðslu.

1 pk. af instant núðlum  (ekki soðnar og án kryddsins sem fylgir)
1 pk. möndluflögur eða heslihnetuflögur
Sesamfræ
Rista saman á pönnu í olíu, það tekur lengstan tímann að brúna núðlurnar, svo hneturnar og sesamfræin þurfa bara stuttan tíma. (Má bæta furuhnetum í, mjög gott)

4 kjúklingabringur
1 fl. Sweet Hot Chilisósa
bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, sweet hot chilisósu og látið malla í smá stund. Þegar kjúklingurinn er steiktur á hann það til að blotna mikið (þ.e. það rennur úr honum vökvi), gott ráð er að hella soðinu af áður en Sweet Hot Chili sósan er sett á pönnuna

1 pk. Rukólasalat blanda (eða það salat sem þér finnst best)
Nýir íslenskir tómatar í sneiðum
1 mangó í teningum
1 rauðlaukur sneiddur
Salatið er sett á fat og núðlublandan yfir og kjúklingastrimlunum raðað yfir.

Borið fram með NAN brauði (ekki hvítlauks) eða snittubrauð.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: