150 ml mjólk
50 ml rjómi
35 gr brauðrasp
2 egg
100 ml vatn
2 laukar
4 meðalstórar kartöflur, soðnar, afhýddar og stappaðar
1 kg nautahakk
500 gr svínahakk
1 tsk púðursykur
4 msk nautasoð
2 msk sojasósa
salt og pipar
smjör til steikingar
Blandið mjólk, rjóma, brauðraspi, eggi og vatni saman í skál og látið standa í nokkrar mínútur. Fínsaxið annan laukinn, steikið hann á pönnu uppúr svolitlu smjöri þar til hann verður mjúkur í gegn og kælið hann svo. Rífið hinn laukinn niður með rifjárni og setjið í stóra skál.
Setjið allt hráefnið saman í skálina og blandið saman með höndunum. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Prófið að steikja eina bollu á pönnunni og smakkið. Bætið við kryddi ef þess þarf. Mótið bollur úr hakkblöndunni og steikið þær uppúr smjöri á meðalheitri pönnunni.
Berist fram með ekta kartöflumús og brúnni sósu :)
*Gott er að vera með vatnsskál sér við hlið þegar bollurnar eru mótaðar til að þær klístrist síður við hendurnar :)
Leave a Reply