Ofnbakað tortelini

Mallað 4/4/12

Grunnuppskrift:

250 gr Osta- og/eða kjötfyllt tortelini
3  hvítlaukusrif,söxuð
1 laukur,saxaður
smá olía
1 brokkolíhaus, skorinn smátt
1 box sveppir, skornir í sneiðar
Gul og/eða rauð paprika, skorin í strimla
piparostur
250 ml matreiðslurjómi
rifinn ostur ef vill.

Ég þarf að sjálfsögðu alltaf að gera þetta aðeins stærra og rúmlega tvöfaldaði hana…..var með um 700 gr af tortenini, báðar tegundir og 3 litla brokkolíhausa……og alveg líter af matreiðslurjóma (það er ALDREI of mikið af rjóma ;o))

Þú sýður tortelini-ið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum.  Bræðir ostinn í rjómanum.
Setur olíuna á pönnu og skellir lauknum og hvítlauknum útí og mallar þar til hann er orðinn glær, bætir þá hinu grænmetinu og lætur svitna smá, 5-10 mínútur.  Miðað við magnið sem var hér þá þurfti að skipta þessu í pönnu og pott ;)
Settu svo tortelini-ið í eldfast mót, grænmetið ofan á það og ostasósuna yfir allt saman og ost í restina ef þú vilt.  Hentu svo inní 180°C heitan ofn þar til þetta er orðið klárt……það fer ekkert fram hjá þér hvenær það er :)

Magnið sem var hér dugði í 1 stórt fat og annað miðlungs.  Hriiiiiikalega gott :)

Að bíða eftir sósunni, ekkert lítið girnilegt :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: