9,5 dl nýmjólk
1 bolli olía
1 bolli sykur
1 pakki ger (14 gr)
8 bollar hveiti (plús 1 til að setja seinna)
1 kúfuð tsk Lyftiduft
1 ekki full tsk matarsódi
1 msk salt (notaði sjálf tsk af salti)
bráðið smjör til að smyrja og kanilsykur
Glassúr
750 gr flórsykur
2 tsk hlynsýróp
1/2 bolli mjólk
1/4 bolli bráðið smjör
1/4 bolli kaffi
1/8 tsk salt
(smakkið til og finnið út þykkt)
Setjið mjólkina, 1 bolla af olíu og 1 bolla af sykri í pott,
hitið upp að suðumarki. Látið kólna í 45 mín- 1 klst.
Setjið gerið útí þegar blandan er orðin ylvolg, leyfið því að leysast upp.
Þá eru 8 bollar af hveiti settir útí og hrært saman, látið hefast í 1 klst.
Eftir klukkutíma er 1 bolla af hveiti bætt við, kúfaðri tsk af lyftidufti
og tæplega fullri tsk af matarsóda. Hrært saman.
(Þegar hingað er komið er í lagi að geyma deigið í ísskáp þangað til seinna.)
Stráið vel af hveiti á borðið og fletjið helminginn af deginu út.
Smyrjið vel af bráðnu smjöri á degið og stráið kanilsykri yfir, rúllið upp.
Skerið í 2,5-3 cm þykkar sneiðar og raðið í smurð álform.
Látið hefast aftur í 20-30 mín, bakið við 180°c í 15-18 mín.
Hellið glassúr yfir á meðan þetta er enn heitt.
Úr þessari uppskrift verða 6-8 álform….tilvalið í frystinn :)
Upprunalega uppskriftin er fengin af The Pioneed Woman síðunni en þýdd og aðlöguð af Hófý frænku.
Leave a Reply