Pepperoni borgarar

Uppskriftin er fyrir fjóra hamborgara.

  • 500 g nautahakk
  • 50-60 g pepperóní, saxað smátt
  • 1 dl pítsusósa
  • handfylli ferskar kryddjurtir, sbr. basilíka og/eða steinselja, skorið smátt
  • (notið annars 1-2 msk. þurrkaðar kryddjurtir ef þær fersku eru ekki við höndina)
  • ½ dl graslaukur eða skallotlaukur, smátt saxaður
  • salt, grófmalaður pipar, pítsukrydd eða ítölsk kryddblanda að smekk
  • ferskur mozzarellaostur, sneiddur

Blandið öllu mjög vel saman og mótið þykka og fína hamborgara. Grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, fer eftir stærð og þykkt borgaranna. Setjið ostsneið ofan á borgarana rétt í lok eldunartímans og látið ostinn byrja að bráðna. Hitið hamborgarabrauðin, smyrjið þau pítsusósu, setjið grænt salat og síðan hamborgarann. Mjög gott er að setja rauðlaukssneiðar á toppinn og skreyta með basilíku.
Uppskrift sótt á Pjattrófurnar


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: