Portúgalskar saltfiskbollur

350 g saltfiskur, afvatnaður
400 g kartöflur, mjölmiklar (bökunarkartöflur)
1 laukur, saxaður smátt
2-3 msk steinselja, söxuð
3 egg
olía til steikingar

Saltfiskurinn soðinn, roð- og beinhreinsaður, losaður sundur í flögur og síðan stappaður með gaffli. Kartöflurnar soðnar, afhýddar og stappaðar. Fiskinum blandað saman við ásamt lauk og steinselju og síðan er eggjunum hrært saman við, einu í senn. Farsið á að vera frekar þykkt en ef það er of þurrt má bleyta í því með svolítilli mjólk. Látið kólna alveg. Olía hituð (annaðhvort um 5 cm djúp, ef djúpsteikja á bollurnar, eða aðeins nokkrar matskeiðar, ef á að pönnusteikja þær). Bollur mótaðar úr farsinu með tveimur matskeiðum (Hafa þær litlar fyrir pinnamat) og steiktar þar til þær eru gullinbrúnar; snúið nokkrum sinnum, hvort sem þær eru djúp- eða grunnsteiktar. Teknar upp og látið renna af þeim á eldhúspappír.

Bornar fram heitar eða kaldar, t.d. með kryddjurtabættri tómatsósu og salati og/eða soðnum hrísgrjónum. Og gjarna ólífum.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: