Fiskibollur

Fiskdeig I
400 g beinlaus fiskur
2 tsk salt
2 msk hveiti
1 1/2 msk kartöflumjöl
1/6 tsk pipar (ég set reyndar meira)
(1-2 laukar)
3-4 dl mjólk eða fisksoð

Aðferð:
1) Fiskurinn er hreinsaður, flakaður og skorinn úr roðinu

2) Saxaður 2 -7 sinnum í kvörn (söxunarvél), eftir því hve fínt fiskdeigið á að vera eða skorinn smátt og hrærður í hrærivél. Gott er að saxa fiskinn með saltinu, því að það gerir hann seigan og samfelldan. Laukur er einnig saxaður með.

3) Hveiti, mjöli og kryddi er blandað í og þynnt út með vökvanum smátt og smátt. Hrært vel. Deigið verður því betra, sem það er meira hrært.

4) Deigið látið bíða um stund (10 mín.) og reynt, hvort það er mátulega þykkt og kryddað með því að sjóða eða steikja eina litla bollu og bragða á henni. Fiskdeigi í soðnar bollur þarf að vera þykkast, þar næst deig í steiktar bollur og þynnst má deigið vera í fiskbúðing, einkum ef egg eru notuð.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: