3 kjúklingabringur skornar í bita og síðan grillaðar annaðhvort á útigrilli eða bara í ofni
ca 2 bollar af brokkolí sem er svo ristað í ofni
230gr fettucini pasta eða bara það pasta sem ykkur finnst gott
2 msk ólífuolía
2 rif pressaður hvítlaukur
2 msk hveiti
1 bolli kjúklingasoð
1/4 bolli grísk jógúrt
1/4 bolli mjólk eða rjómi
hnífsoddur af múskati (nutmeg)
3/4 bolli rifinn parmesan ostur
Pipar eftir smekk
Aðferð
Best er að byrja á því að grilla kjúklinginn og rista brokkolíið þannig að það sé bara tilbúið. Sjóðið pastað á meðan að sósan er búin til. Hitið olíuna á pönnu á miðlungshita og brúnið hvítlaukinn í 1-2 mín, bætið hveitinu út í og hrærið vel saman, því næst er kjúklingasoðinu bætt við í smáskömtum og hrært vel svo að ekki komi kekkir. Nú má setja saman við jógúrtina, mjólkina og kryddið. Leyfið þessu að malla saman á vægum hita í 3-4 mín. Nú ætti sósan að hafa þykknað aðeins og þá má setja parmesan ostinn út í, svo kjúklinginn, brokkolíið og pastað síðast.
Uppskrift fengin hér
Leave a Reply