3 bollar hveiti (420 gr)
½ tsk þurrger
1 tsk salt
1½ bolli volgt vatn
Hrærðu þetta allt saman í stórri skál, þetta á að verða að seigu jukki ;)
Settu svo plastfilmu yfir skálina og geymdu á eldhúsbekknum í 12-20 klst. Neibb ekki prentvilla, fullkomið að blanda í þetta að kvöldi og baka í hádegi eða seinniparti deginum á eftir ;)
Eftir þann tíma þá ætti deigið að hafa bólgnað umtalsvert og verða loftkent.
Settu hveiti á borðið og hvolfdu úr skálinni þar ofan á. Bleyttu svo hendurnar uppá að hveitimagnið verði ekki of mikið og til að þú klístrist ekki við deigið…..ef þú klístrast þá bleytirðu aftur :)
Reyndu að jafna þetta aðeins, snúðu því svo við og dustaðu af mesta hveitið.
Taktu til skál, þarf ekki að vera rosa stór, makaðu hveiti yfir viskustykki og settu það í skálina og deigið þar ofan í, ofan á viskustykkið. Settu svo annað stykki yfir og hafðu það áfram á bekknum í 2 tíma í hefingu.
Eftir 1½ tíma kveikirðu á ofninum og setur hann í 230°C og setur inní hann pottinn sem brauðið á að bakast í. Eða ofnfasta formið með loki……hvaða ílát eiginlega sem þú átt með loki, sem þolir þennan hita.
Potturinn fær að hanga þarna á meðan brauðið klárar að hefast og að þeim tíma liðnum seturðu brauðið í heitann pottinn, juggar honum til ef þú vilt til að jafna það eins, en það þarf ekki, það má vera ójafnt.
Settu í ofninn með lokinu í ½ tíma, taktu lokið svo og leyfðu því að bakast í 15-20 mín í viðbót.
Leyfðu því að kólna og borðaðu svo með bestu lyst :)
Þetta virkar kannski voða flókið, en þetta er ekkert mál og lítill tími sem maður þarf að eyða í þetta þannig séð, tíminn fer í að bíða eftir því ;)
Ef skorpan verður of hörð má mýkja hana með því að vefja heitu brauðinu í rakt stykki.

Þetta er potturinn sem ég notaði, trítlapottur við hliðina á steikarpottunum sem flestir þekkja :) Hann er bara lítill og krúttlegur :)
Leave a Reply