1 bolli sykur (230 gr)
2 egg
4 bollar hveiti (560 gr)
3 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
ca tsk kardimommudropar
rúsínur
mjólk Hrærðu saman sykrinum og eggjunum þar til það verður létt og ljóst. Bættu þurrefnunum við og blandaðu saman.
Bættu mjólk við þar til deigið verður komið með álíka áferð og kjötfars, þykkt og fínt. Settu kardó og rúsínur eftir smekk, ég notaði bolla af rúsínum.
Hitaðu steikingarfeiti í góðum potti, hún er klár þegar það freyðir meðfram tannstöngli sem er stungið í hana. (tannstöngullinn þarf að sjálfsögðu að vera úr tré)
Settu í feitina með teskeið og steiktu þar til verður fallega brúnt, snúðu eftir þörfum.
Taktu upp með fiskispaða og settu á fat með eldhúspappír í til að taka af mestu feitina.
07/06/2012
Leave a Reply