1-¼ bolli hveiti
½ bolli haframjöl
2 tsk lyftiduft
pínu salt ef vill
1-¼ bolli mjólk
1 egg
1 msk olía
1 bolli bláber ef villBlandið þurrefnunum saman í eina skál. Blandið vökvanum saman í annari skál og hrærið hann vel saman. Blandið svo saman við þurrefnin og hræið saman. Ef þið viljið bláberin þá bætið útí og hrærið varlega saman við til að kremja berin sem minnst.
Steikið á pönnu við miðlungshita. Þegar kantarnir eru þurrir þá geturðu snúið þeim og klárað að steikja hinum megin. Setjið á disk og drekkið í sírópi ;)
*Innskot Matarbitans; Ég setti bláber í deigið og það var alls ekki girnileg soppa…..og börnin voru ekki hrifin af þeim. Þannig að næst verða engin bláber :) Kannski bara súkkulaði ;)
ATH…Magnið á myndinni (+ 3 í smakk) eru álíka á stærð og lummur, og var úr tvöfaldri uppskrift. Magnið í uppgefinni uppskrift er einfalt !
Leave a Reply