Oreo fylltar súkkulaðibitakökur

Oreo fylltar súkkulaðibitakökur

Bakað 24. júlí 2011

225 gr mjúkt smjör
¾ bolli púðursykur (130 gr)
1 bolli sykur (200 gr)
2 stór egg
1 msk vanilludropar
3½ bollar hveiti (500 gr)
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
200 gr súkkulaðibitar
Oreo kexkökur

Sigtið þurrefnin saman í skál og setjið til hliðar.
Hrærið saman smjörinu, sykrinum og púðursykrinum þar til það er orðin kremuð og flott áferð á því.  Bætið þá við vanilludropunum, hrærið aðeins saman, og bætið svo eggjunum við og hrærið áfram.
Bætið svo hveitiblöndunni við í smá skömmtum og að lokum súkkulaðibitunum.
Búðu svo til litlar (ekki pínu) kúlur og settu undir og ofan á oreo kökuna, og klesstu þessu svo saman þar til að hún hverfur alveg inní deigið, þrýsta saman köntunum.
Setur á pappírsklædda bökunarplötu og bakar við 180°C í 12-15 mínútur (fer eftir ofni, mínar voru 15 mínútur)  Á venjulega ofnplötu set ég 9 stk, þær renna svolítið út :)
Leyfir svo að hvílast á plötunni í 5 mín eftir að þú tekur þær út, áður en þú færir þær yfir á grind og leyfir að kólna alveg.

Úr þessu var nóg deig til að “fela” 22 oreo kökur :)

Himnaríki


2 responses to “Oreo fylltar súkkulaðibitakökur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: