Vanillurúsínubollur

Bakað 18.júlí 2011

2 bollar hveiti (ég endaði örugglega í tæplega 3)
1 bréf þurrger
¼ bolli sykur
½ tsk salt
2 egg (við stofuhita og létt slegin saman)
50 gr smjör/líki (brætt)
2 tsk vanilludropar (ég notaði 3)
¾ bolli volg mjólk
¾ bolli rúsínur (ég notaði rúmlega 1……..rúsínur ættu að vera í ÖLLUM bakstri)
1 egg + smá vatn, slegið saman og penslað á í restina.

Blandið saman hveitinu, gerinu, sykrinum og saltinu hrærið vel saman.  Bætið við eggjunum, smjörinu og vanilludropunum og blandið vel.
Bætið að síðustu mjólkinni og rúsínunum.
Hjá mér var þetta bara fljótandi sull, en á að vera klístrað deig….þannig að ég bætti við slatta af hveiti, bara 1 matskeið í einu þar til deigið sleppti skálinni og ég gat hnoðað þetta saman.
Gerir þetta að kúlu og setur í léttolíuborna skál og hylur með viskustykki á heitum, dimmum stað í amk klukkutíma, eða þar til þetta hefur tvöfaldast.
Kýlir loftið úr þessu og skiptir deiginu í 9 jafna hluta.  Gerir kúlu úr hverjum bút og setur í smurt mót (svona lítið eldfast mót er fínt) já eða kringlótt smelluform td.
Setur aftur á heita staðinn og lætur hefast í ½ tíma í viðbót.  Penslaðu ofan á bollurnar eggjavatnsblöndunni og skutlaðu inní 200°C heitan ofn í 15-20 mínútur (mismunandi eftir ofnum, tékkaðu eftir 15)
Stingdu prjóni í miðjuna og ef hann kemur hreinn út eru þessi dásemd tilbúin :)  Annars bætirðu bara 5-10 mínútum við tímann (byrjar á 5)

Búið að hefast og hefast og er klárt í ofninn :)


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: