uþb 5½ bollar hveiti
2½ bollar haframjöl
¼ bolli sykur
1 bréf þurrger (12-14 gr)
2½ tsk salt
1½ bolli vatn
1¼ bolli mjólk
50 gr smjörlíki
Blandið saman í skál 3 af hveitibollunum og restinni af þurrefnunum. Setjið í pott og hitið að suðu vatnið, mjólkina og smjörið.
Hellið saman við og blandið vel saman, og bætið svo við eins miklu hveiti og þarf til að þetta verði að stinnu og flottu deigi.
Ég setti alveg 2 og ½ bolla í viðbót í skálina og svo aðeins á borðið við hnoðið. SS 5½ til 6 bollar hveiti í heild.
Stráið hveiti á borðið og hnoðið vel saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið er mjúkt og teygjanlegt. Formið deigið í kúlu.
Setjið smá olíu í stóra skál og setjið deigkúluna ofan í og veltið aðeins…..setjið svo klút yfir og látið hefast á hlýjum stað í amk ½ tíma. (Ég gleymdi mér aðeins og það var örugglega í 1 og ½ tíma og það var bara vel bólgið og fínt ;o))
Kýlið það niður og tæmið allt loft úr því, klútinn aftur yfir og hvíla í 10 mín.
Takið svo uppúr skálinni og skiptið í tvennt, formið aflangt brauð og setjið í aflöng álform. Setjið aftur á dimma staðinn og leyfið að hefast í 15 mín í viðbót, eða þar til hefur tvöfaldast að stærð.
Sett inní 190°C heitan ofn í 45-50 mínútur.
August 23rd, 2013 at 15:44
What?? Sjóðhitaðir þú vatnið út í gerið? Það hef ég aldrei heyrt.
August 24th, 2013 at 00:36
Ég hlýt að hafa gert það fyrst það stendur þarna ;) Ég amk bakaði þetta á sínum tíma og það bragðaðist fínt :)