800 gr þorskur
1 líter rjómi
6 stórar límónur
4 stórar gulrætur
4 tortillapönnukökur
150 gr hrísgrjón
3 stórar paprikur
2 kúrbítar
2 púrrulaukar
4 msk olía
3 msk taco mix
salt
Þorskurinn er gufusoðinn í eldföstu móti undir álpappír í 12 mínútur og kældur í 10 mínútur.
Loks settur inní tortillakökur, rúllap upp og bundið saman með gufusoðnum púrrulauksræmum. Hrísgrjónin eru skoluð og sett í pott með heitri olíu. Um 1½ líter af vatni er bætt í pottinn, saltað og taco mixinu er blandað saman við. Soðið í 12 mínútur. Grænmetið er skorið í ræmur og steikt í olíu. Rjómi er settur í pott, safi úr 4 límónum kreist yfir og saltað eftir smekk. Sósan er látin malla og þykkna.
Grænmetið er sett á fat, tortillaþorslurinn þar yfir og loks er sósunni hellt yfir. Skreytt með límónuskífum.
Verði ykkur að góðu :)
Fiskbúðin Sjávarhöllin gaf þessa uppskrift út sem Uppskrift Febrúarmánaðar, takk fyrir lánið :)
Leave a Reply