Hollustubollur

Hollustubollur

Bakað 28. janúar 2012

700 gr spelt eða annað mjöl (við notuðum heilhveiti)
50 gr fræblanda, td hörfræ, sesamfræ og sólblómafræ (við notuðum sólblómafræ)
1 dl kókosmjöl, fínt
2 tsk lyftiduft (vínsteins lyftiduft er flott)
1 msk salt
1 msk hunang
100-150 gr rifnar gulrætur
2 dl AB mjólk eða súrmjólk
2 dl 37°C vatn

Hitið ofninn í 200°C.  Blandið þurrefnunum saman í skál.  Rífið gulræturnar og bætið þeim útí.  Hellið vökvanum útí og blandið varlega saman.  Búið til bollur og setjið á pappírsklædda plötu.
Bakið í 200°C í 25-30 mínútur, eða þar til bollurnar eru gullnar og holhljóð heyrist þegar bankað er í botninn á þeim.
Algjört nammi með smá smjöri og ostsneið :)

 


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: