Panna cotta

Útbúið 16. júlí 2012

1 líter rjómi
100 gr sykur
1 vanillustöng
7 matarlímsblöð

Leggið matarlímið í skál með köldu vatni.  Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu, skafið fræin úr henni og setjið bæði þau og stöngina í pott ásamt rjóma og sykri.  Hitið að suðu og látið malla í 5 mínútur.  Gætið þess að rjóminn sjóði ekki uppúr.  Síið rjómann í skál.
Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum, bætið þeim út í volgan rjómann og hrærið með sleif þar til matarlímið hefur bráðnað.
Skiptið blöndunni jafnt á milli 8 forma, setjið í kæli og látið standa í amk 2 klst. eða þar til búðingurinn hefur stífnað.  Þá er honum annað hvort hvolft á diska eða borinn fram í formunum með ávöxtum eða ávaxtasósu.

*Gott er að setja formið í heitt vatn í stutta stund og skera meðfram búðingnum með þunnblaða hníf svo að auðveldara sé að ná honum úr því.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: