Hasselback kartöflur

Bakað 26. mars 2012

4 meðalstórar kartöflur, með hýðinu
4 hvítlauksrif, skorin í þunnar sneiðar
3 msk ólífuolía
klípa af salti
reykt paprikukrydd, smá klípa
2 msk rifinn parmesan ostur
smátt skorinn graslaukur sem skraut

Hitið ofninn í 220°C.   Skerið djúpar skorur í kartöflurnar með ca 2 cm millibili, gætið þess að skera ekki alveg í gegn…..getið sett td blýant báðum megin við kartöfluna og miðið við að skera niður að blýantinum :)
Blandið í skál olíunni, hvítlauknum, saltinu, reyktu paprikunni og parmesan ostinum.
Setjið kartöflurnar á pappírsklædda bökunarplötu, setjið olíublönduna varlega á milli sneiðanna á kartöflunum, og nuddið þær að utan með restinni af olíunni.

Bakið í 40-45 mín eða þar til þær eru bakaðar að innan og stökkar að utan.
Skreytið með auka parmesan og graslauk :)

Uppskrift fengin hér


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: