UPPSKRIFT fyrir 3.
1 tsk góð olia
2 laukar, saxaðir
3 hvítlauksgeirar
1-2 tsk saxað chilli
1-2 tsk engifer
1 tsk paprikuduft
1 sítróna
1 tsk ground cumin (ekki kúmen eins og á kringlum elskur)
2 msk karrý
salt og pipar eftir smekk
3 kjúklingaupplæri (eða 6 leggi)
250 ml kjúklingasoð (knorr teningur)
Hitið olíuna og léttsteikið hvítlauk, laukinn og öll kryddin með.
Bætið kjúklingnum útí og hellið soðinu yfir, látid krauma undir loki í ca 30 min.
Þegar ca 15 min eru eftir af suðutíma, þá setjið þið sítrónu skorna í tvennt útí og látid krauma með.
(það er yndislega gott ad setja nokkrar grænar ólífur yfir þegar borið er fram)
Berið fram með salati að eigin vali og notið gríska jógúrt með sítrónusafa og hvítlauk með sem dressingu…nammmmi!!!!
Verði ykkur að góðu.
Uppskrift fengin hér
Leave a Reply