Ömmu kanilsnúðar

400 g hveiti (meira ef þarf)
1 tsk lyftiduft
½ tsk hjartarsalt
225 g sykur
250 g smjör eða smjörlíki
2 egg
1 msk kanill

Hveitið sigtað á borð ásamt lyftidufti og hjartarsalti, 175 g af sykrinum blandað saman við og síðan er smjörið saxað eða mulið vel saman við það.
Laut gerð í miðjuna, eggin brotin þar í og síðan er þurrefnunum hrært saman við þau smátt og smátt (einnig má setja allt saman í hrærivél og hræra deigið saman á minnsta hraða).
Deigið á að vera fremur stíft en þó ekki þurrt. Kælt í 15-20 mínútur og ofninn hitaður í 180 gráður.
Þá er deigið flatt út í rétthyrning, um 40 x 25 cm, og brúnirnar snyrtar. Afganginum af sykrinum blandað saman við kanelinn og stráð jafnt yfir, ekki alveg út á brúnir. Deigplötunni er síðan rúllað upp frá annarri langhliðinni. Lengjan skorin í fremur þunnar sneiðar sem raðað er á pappírsklæddar bökunarplötur. Snúðarnir bakaðir í 20-25 mínútur; þeir eiga að vera fremur harðir.  


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: