Kanilsnúðar a la Tigercopper

5 stórir bollar hveiti 
2 stórir bollar sykur
250gr smjörlíki
6 góðar teskeiðar ger (ekki sléttfulla en ekki alveg kúfaðar)
2 egg
2dl mjólk
vanilludropar.
(svo er hægt eftir smekk að bæta ef vill 1 tesk af kanil og 1 tesk negul út í til að krydda aðeins upp bragðið)

Best að láta smjörlíkið linast á eldhúsborðinu yfir nótt. Þurrefnum blandað saman í fat – eggjum og mjólk blandað saman og þeytt létt og smjörlíki í restina – síðan er blauta látið í fatið hjá þurrdótinu og allt saman hnoðað í höndunum.

Skipt í góðar kúlur og hver kúla fyrir sig flatt út með kefli. Deigið penslað útflatt með mjólk og kanelsykri stráð yfir allt. Þá er að rúlla því upp og svo skorið í góða snúða. Snúðunum ýtt ofaní kanelsykurinn og svo á ofnplötu. Bakast á 175-180c hita í stutta stund eða þar til þeir eru fallega ljósbrúnir. Láta þá kólna en síðan í plastpoka ofan í dúnk (haldast dúnmjúkir þannig).


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: