Túnfisk klattar

Mallað 12.okt 2012

Grunninn af þessari uppskrift fékk ég á síðunni hennar Ellu Helgu, breytti henni aðeins samt í stíl við það sem var til í mínum ísskáp :)

1 dós túnfiskur í vatni
150 gr sætar kartöflur
2 kramin hvítlauksrif
ca ½ smátt skorinn rauðlaukur
1 heilt egg + 1 eggjahvíta
pínu cumin, herbamare salt og nýmalaður pipar
dass af sykurlausri tómatsósu
splass af sítrónusafa

Ég skar kartöfluna í bita og skutlaði henni í ofninn þar til hún var mjúk, setti svo allt trallið í matvinnsluvél í augnablik til að ná því aðeins saman.
Steikt í 2 msk af Jóo (jómfrúarólífuolía) og borið fram með iceberg, gúrkum, kotasælu og pínu gulrótum og fersku kóríander til að toppa það :)

Hérna finnurðu upprunalegu uppskriftina


2 responses to “Túnfisk klattar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: