Þetta var smávegis tilraunastarfsemi og hún heppnaðist svona sérdeilis vel :)
Magnið í þennan rétt verður að meta af hverjum og einum, en grænmetismagnið sem ég var með dugar í 3 svona rétti miðað við afgang !
Það sem ég notaði var:
3 kjúklingabringur
1 sæt kartafla
1 butternut squash
1 eggaldin
1 zucchini (kúrbítur)
1 gul paprika
1 rauð paprika
góður bútur af púrru
smávegis spínat
ca ½ dós kókosmjólk
Skerðu bringurnar í litla bita og brúnaðu á pönnu uppúr smávegis af olíu og kryddaðu með góðu kryddi, ég notaði “Bezt á kjúklinginn” og settu svo til hliðar.
Rífðu allt grænmetið smátt (frekar tímafrekt en þess virði) og settu eins mikið og þig lystir á pönnuna og steiktu þar til allt er orðið mjúkt og sveitt ;) (ég setti svo afganginn bara í 2 box i frystinn)
Þá bætirðu kjúllanum aftur útí og blandar vel saman og bætir svo kókosmjólkinni saman við. Það á bara að vera nægilegt til að “hjúfra” þessu öllu saman, ekki afgangs sósa…..en að sjálfsögðu er þér frjálst að gera þetta þannig :)
Mallar í smá stund og skutlar svo á disk og borðar með bestu lyst :)
Leave a Reply